Aðalfundur

Eru þrjár ríkisstjórnir í landinu? Umræðufundur í kjölfar aðalfundar Félags stjórnmálafræðinga

Aðalfundur Félags stjórnmálafræðinga var haldinn mánudaginn 2. október, 2023, kl.19:30 til 20:30 í Gym og Tonic sal Kex Hostels.

Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram, farið var yfir seinasta starfsár félagsins og reikningar félagsins voru lagðir fram til samþykkis. Því næst var kosið til formanns og var Svanhildur Þorvaldsdóttir ein í framboði. Hún hlaut einróma samþykki mættra félagsmanna og tekur því við af Evu Heiðu Önnudóttur sem verið hefur formaður félagsins undanfarin ár. Sex buðu sig fram í jafnmörg sæti í stjórn og voru einnig kosin einróma.

Þannig er ný stjórn Félags stjórnmálafræðinga fyrir starfsárið 2023-2024 eftirfarandi:
Svanhildur Þorvaldsdóttir (formaður)
Auðunn Arnórsson
Bjarki Þór Grönfeldt
Eva Heiða Önnudóttir
Grétar Þór Eyþórsson
G. Rósa Eyvindardóttir
Isabel Diaz

Að loknum aðalfundarstörfum voru líflegar pallborðsumræður með fulltrúum ungliðahreyfinga ríkisstjórnarflokkanna. Umræðuefnið var hvort að það séu þrjár ólíkar ríkisstjórnir í landinu og hvort að kosningabandalög séu framtíðin í íslenskum stjórnmálum.

Við hlökkum til næsta starfsárs!

Stjórnin