Dagur stjórnmálafræðinnar

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir Degi stjórnmálafræðinnar sem er að jafnaði haldinn í kringum 16.júní ár hvert. Á Degi stjórnmálafræðinnar fara fram umræður og erindi um þema hvers árs, og í lok dags afhendir félagið verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði á BA stigi og meistarastigi.

Dagur stjórnmálafræðinnar og þemu fyrri ára:

2022 - Áskoranir og hlutverk sveitarstjórna

2021 - Kosningar í breyttu landslagi

2020 - Veirur, varnir og viðbrögð: Heilbrigði þjóðar og stjórnkerfis

2019 - Hvernig er hægt að auka traust til Alþingis?

2018 - Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins