Um félagið
Um félag stjórnmálafræðinga:
Félag stjórnmálafræðinga var stofnað árið 1995 og er fagfélag stjórnmálafræðinga á Íslandi. Meginmarkmið félagsins er að efla veg greinarinnar í hvívetna og stendur félagið meðal annars fyrir umræðufundum um stjórnmál og stjórnmálafræði, ráðstefnu annað hvert ár (í samstarfi við Félagsfræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála), verðlaunaafhendingum fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði og Degi stjórnmálafræðinnar ár hvert.
Stjórn félagsins og formaður eru kosin til eins árs í senn á Aðalfundi félagsins sem er haldinn fyrir lok septembermánaðar.
Félagið er aðili að NoPSA (https://nopsa.net/) sem er samstarfsvettvangur félaga stjórnmálafræðinga á Norðurlöndunum.
Félag stjórnmálafræðinga hefur frá árinu 2017 tilnefnt tvo fulltrúa í stjórn NoPSA (þar áður tilnefndi félagið einn stjórnarmeðlim í NoPSA).
Á Aðalfundi félagsins haustið 2023 voru eftirfarandi kosin í stjórn: Svanhildur Þorvaldsdóttir (formaður), Auðunn Arnórsson (varaformaður), G.Rósa Eyvindardóttir (gjaldkeri), Viktor Orri Valgarðsson (ritari), Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, Isabel Alejandra Diaz og Sara Þöll Finnbogadóttir.