Ráðstefna

Félag stjórnmálafræðinga hélt sína fyrstu ráðstefnu, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, árið 2016 og hélt ráðstefnuna árlega fyrstu þrjú árin (2016, 2017 og 2018). Frá og með 2020 hefur ráðstefnan verið haldin í ágúst annað hvert ár og í samstarfi við Félagsfræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Á ráðstefnunni eru málstofur um ýmis efni á sviði stjórnmálafræði, félagsfræði og annarra félagsvísindagreina. Eftir hádegi er opin dagskrá um nýjustu rannsóknir á samfélagslega mikilvægum málum.

Ráðstefnukall 2024

Ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélags Íslands verður haldin í þriðja sinn föstudaginn 6. september 2024. Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Háskóla Íslands í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Áhugasamir hafa kost  á því að senda inn tillögu að málstofu með að lágmarki fimm greinum og/eða tillögu að grein sem verður úthlutað til málstofu. Tillögur að málstofum og greinum skulu vera að hámarki 500 orð. Tillögur skal sendar til Evu H. Önnudóttur á netfangið eho[hja]hi.is eigi síðar en 5. júní 2024. Gengið verður frá endanlegri dagskrá fyrir 20. júní.

Nánari upplýsingar um ráðstefnukallið og drög að dagskrá:

Download PDF file.