Ráðstefna

Ráðstefna

Félag stjórnmálafræðinga hélt sína fyrstu ráðstefnu, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, árið 2016 og hélt ráðstefnuna árlega fyrstu þrjú árin (2016, 2017 og 2018). Frá og með 2020 hefur ráðstefnan verið haldin í ágúst annað hvert ár og í samstarfi við Félagsfræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Á ráðstefnunni eru málstofur um ýmis efni á sviði stjórnmálafræði, félagsfræði og annarra félagsvísindagreina. Eftir hádegi er opin dagskrá um nýjustu rannsóknir á samfélagslega mikilvægum málum.